Af hverju vil ég áskrift að linsum ?

- Það fer betur með augun að vera í áskrift - Þú ert aldrei með of gamlar linsur í augunum
- Þú gleymir aldrei aftur að endurnýja linsur
- Þú færð linsurnar sendar heim til þín - frí heimsending
- Þú sparar bæði tíma og pening

Í áskrift hjá Linsubúðinni færð þú allt þetta!

Ef ég skrái mig í áskrift, hvenær fæ ég linsurnar?
Fyrstu linsurnar færðu á innan við 7 virkum dögum.
Næsti skammtur er sendur út um mánaðarmót eða um miðjan mánuð, fer eftir hvenær fyrsta pöntun var gerð. Ef áskriftin er skráð fyrir 15. dag mánaðar þá eru linsurnar sendar út um mánaðarmót (c.a. 3. dag mánaðar) en ef pantað er eftir 15. dag mánaðar þá sendum við næstu sendingu um miðjan mánuðinn (c.a. 16. dag mánaðar).

Dæmi 1: Linsuáskrift er pöntuð 10. janúar og valið að fá linsur á 2ja mánaða fresti. Fyrstu linsurnar koma þá innan 7 virkra daga. Næsta sending kemur u.þ.b. 3. mars, svo 3. maí og eftir það á 2ja mánaða fresti.

Dæmi 2: Linsuáskrift er pöntuð 20. janúar og valið að fá linsur á 2ja mánaða fresti. Fyrstu linsurnar koma þá innan 7 virkra daga. Næsta sending kemur u.þ.b. 16.mars, svo 16. maí og eftir það á 2ja mánaða fresti.

Þetta tryggir það að þú átt alltaf linsur þegar þú þarft þær.

Get ég hætt í áskriftinni?
Það er engin skuldbinding að skrá sig í áskrift önnur en sú að ef þú vilt hætta, þá verður þú að segja upp með 15 daga fyrirvara. Eina vesenið við að hætta hjá okkur er að þú þarft að sjá um að kaupa linsurnar þínar sjálf/ur aftur.

Ég nota venjulega aðra tegund af linsum. Get ég sérpantað þær hjá ykkur?
Þær linsur sem við bjóðum uppá núna eru sniðnar að sem flestum notendum þar sem við bjóðum uppá allt frá ódýrum daglinsum og mánaðarlinsum, upp í hágæða daglinsur og mánaðarlinsur, ásamt því að bjóða upp á silikon linsur fyrir þau kröfuhörðustu.

Ef við eigum ekki þær linsur til sem þú notar, sendu okkur línu og við skoðum hvort við getum hjálpað þér.

Hvernig ákveð ég, hversu langt er á milli afhendinga?
Við hjá Linsubúðinni mælum að sjálfsögðu með því, að linsur séu ekki notaðar lengur en í þann tíma sem ráðlagður er hvað varðar heilsu augnanna. T.d. ef þú notar mánaðarlinsur daglega mælum við með því að nota hvert linsu-par í einn mánuð, og við sjáum svo til þess að þú eigir alltaf nýjar linsur.

Við bjóðum upp á heimsendingar sem eru sniðnar að þínum þörfum.


Hvernig panta ég áskrift?
Þú einfaldlega smellir á "Linsur í áskrift" takkann hér að ofan og velur hvort þú viljir áskrift af daglinsum eða mánaðarlinsum. Því næst velurðu hvaða linsutegund hentar þér best og hvaða styrkleika þú þarft á hvoru auga fyrir sig. Því næst velurðu, með hversu löngu millibili þú færð linsurnar sendar.

Þegar þessu er lokið slærðu inn nafn og heimilisfang og endar svo á því að greiða í gegnum örugga greiðslugátt Kortaþjónustunnar.


Ef þú finnur ekki svar við þinni spurningu hér að ofan, endilega sendu okkur línu á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.